MELRAKKAR

Það sem sameinar fólk í Melrökkum er ferðamátinn, fjórhjólin og buggybílarnir. Það eru tæki sem komast á slóðir sem hinn venjulegi heimilisbíll nær ekki. 

Mislangar ferðir og náttúran í fyrirrúmi

Ferðanefndin hjá Melrökkum skipuleggur reglulegar ferðir um landið, stórar sem smáar. Reglulega eru farnar fjölskylduferð þar sem börnin eru tekin með í smá útivist, grillað og haft gaman. Sumar ferðir eru skipulagðar með löngum fyrirvara á meðan hnoðað er í aðrar með nær engum fyrirvara.

Melrakkar hafa nokkrum sinnum farið horn í horn en leiðin er ekki alltaf sú sama. Drög að ferðinni núna voru lögð upp úr síðustu áramótum. Þegar þátttaka liggur fyrir þarf að skipuleggja leiðina og hvar séu gistimöguleikar, hvar sé hægt að taka eldsneyti og hvar sé hægt að komast í mat, því það er takmarkað sem hægt er að ferðast með á hjólunum. Stundum þarf að koma fyrir eldsneyti og vistum á leiðinni, en þess þurfti ekki núna þar sem ferðin var skipulögð með aðgengi að bensínstöðvum, þó svo allir væru með varabirgðir á hjólunum.

Öryggi & Ábyrgð

 

Melrakkar gera sitt til þess að stunda ábyrga ferðamennsku, hvort sem það er umgengni við landið eða öryggi ferðlanga.  Þegar við ferðumst í hóp er nauðsynlegt að allir viti hvaða reglur gilda til þess að auka öryggi allra og vernda landið okkar.

Smelltu hér til þess að skoða nánar

 

Skráning í félagið

 

Auk aðgangs að skipulögðum ferðum fá meðlimir afláttarkjör hjá mörgum verslunum ásamt aðgangi að lokuðu svæði hér á síðunni þar sem meðal annars má nálgast GPS ferla og heilræði fyrir ferðalanga.

Smelltu hér til þess að skrá þig

Tenglagrunnur

 

Það er mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um veður og færð ásamt aðgengi að kortum og öðrum upplýsingum þegar ferðar er um landið á fjórhjólum eða buggy bílum. 

Smelltu hér til þess að skoða

 

Svæði Melrakka

Við höldum úti sérstöku, lokuðu svæði á síðunni sem eingöngu er ætlað meðlimum.  GPS ferlagrunnur, tenglasafn, heilræði, ferðareglur, afslætti og margt fleira sem meðlimir Melrakka geta nýtt sér.  Það þarf lykilorð til að opna svæðið.

Garmin InReach

 

Símasamband er ekki til staðar á öllum stöðum en aðstæður geta skapast þar sem nauðsynlegt er að hafa samband í vandræðum eða neyð

Melrakkar hafa prófað Garmin InReach tæknina mikið og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði.  Smelltu hér til að fræðast betur um þetta mikilvæga öryggistæki

 

Fjölbreyttar ferðir

 

Melrakkar standa fyrir reglulegum ferðum um landið, bæði löngum og erfiðum harðjaxlaferðum og styttri og einfaldari ferðum sem henta jafn nýliðum sem lengra komnum.  Með því að smella hér getur þú lesið nokkrar frásagnir af ferðunun okkar.

Smelltu hér til þess að skoða

 

Skráning í félagið

 

Innan félagsins er gífurleg reynsla í viðhaldi og breytingum á tækjum auk mikillar þekkingar á slóðum og leiðum um landið.  Með því að gerast meðlimur kemst þú í öflugt tenglanet og meðlimir hafa einnig aðgang að GPS grunni, myndböndum úr fyrri ferðum og fá afslætti hjá hinum fjölmörgu samstarfsaðilum okkar.  Þú getur skráð þig í félagið með því að smella hér.